• mán. 11. mar. 2013
  • Landslið

Hundraðasti landsleikur Eddu Garðarsdóttur

Edda Garðarsdóttir
Edda-Gardarsdottir

Edda Garðarsdóttir lék í dag sinn 100. landsleik þegar Ísland mætti Kína á Algarve mótinu.  Edda er næst leikjahæst allra landsliðskvenna, á eftir Katrínu Jónsdóttur og er þriðji íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu til að rjúfa 100 leikja múrinn.  Sá þriðji er Rúnar Kristinsson sem lék 104 landsleiki.

Landsliðsferill Eddu hófst á Laugardalsvelli, 7. september 1997, þegar hún kom inn á sem varamaður fyrir Margréti Ólafsdóttur á 79. mínútu.  Leikið var við Úkraínu og vannst 3 – 2 sigur í þessum fyrsta A landsleik Eddu.  Tveimur árum áður lék hún sinn fyrsta U17 landsleik en alls urðu þeir leikir 5, hún lék einn U19 landsleik og 21 landsleik fyrir U21 landsliðið.

Edda Garðarsdóttir í landsleikÍ þessum 100 landsleikjum hefur Edda skorað fjögur mörk og kom fyrsta markið í leik gegn Bandaríkjunum, sem leikinn var í New York, árið 2004 og lyktaði með 4 – 3 sigri Bandaríkjanna.

Knattspyrnusambandið óskar Eddu innilega til hamingju með áfangann.

Hundrað leikir Eddu