• fös. 22. mar. 2013
  • Landslið

A-karla - Íslendingar mæta Slóvenum í dag

A landslið karla
ksi-Akarla

Ísland mætir Slóveníu í dag í undankeppni HM 2014 og verður leikið í Ljubliana.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þjóðirnar mætast í mótsleik en þær hafa tvisvar leikið vináttulandsleiki og hafa Slóvenar haft sigur í bæði skiptin.

Fyrst léku þjóðirnar árið 1996 og unnu þá Slóvenar stórsigur, 7 - 1, eftir að staðan hafði verði jöfn, 1 - 1, í leikhléi.  Tveimur árum síðar mættust þjóðirnar að nýju og aftur höfðu Slóvenar betur, í þetta skiptið 3 - 2.

Ísland er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með sex stig, líkt og Albanía.  Slóvenar eru sætinu fyrir neðan með þrjú stig en allar þjóðirnar í riðlinum hafa leikið fjóra leiki.  Noregur tekur á móti Albaníu í kvöld en á morgun, laugardag, leika svo Kýpur og Sviss.

Staðan í riðlinum