• mán. 11. nóv. 2013
  • Fræðsla

Vel sóttir Íslandsleikar Special Olympics

Unified fótbolti á Special Olympics
Special-Olympics-lid
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum, fóru fram í Reykjaneshöllinni, Reykjanesbæ 10. nóvember.   Keppt var í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Í fyrsta skipti á Íslandsleikum var keppt alfarið samkvæmt reglum "Unified fótbolta þar sem lið eru skipuð fötluðum og ófötluðum leikmönnum  

Í fyrsta skipti á Íslandsleikum var keppt alfarið samkvæmt reglum Unified football þar sem lið eru skipuð fötluðum og ófötluðum leikmönnum.  Fjórir fatlaðir og þrír ófatlaðir leikmenn kepptu og meðal þeirra sem tóku þátt voru lögreglumenn og framhaldsskólanemendur.  Alls kepptu 9 lið og voru keppendur frá íþróttafélaginu Nes, Suðurnesjum, Ösp Reykjavík, Þjóti Akranesi og Suðra Selfossi.

Umsjónaraðili leikanna 2013 var íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum.  Dómgæsla var í höndum dómara frá Knattspyrnudeild Keflavíkur og Guðni Kjartansson, íþróttakennari og fyrrverandi landsliðsþjálfari sá um upphitun. 

Special Olympics leikar eru fyrir folk með þroskahömlun og þar gilda engin lágmörk, allir geta verið með byrjendur sem lengra komnir.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu ÍF

Unified fótbolti á Special Olympics