• þri. 22. apr. 2014
  • Fræðsla

KSÍ fær viðurkenningu fyrir samstarf við Special Olympics

Guðlaugur Gunnarsson tekur við viðurkenningur fyrir samstarf við Special Olympics
SO-vidurkenning

Knattspyrnusamband Íslands hlaut á dögunum viðurkenningu frá Evrópusamtökum Special Olympics fyrir farsælt samstarf við Special Olympics á Íslandi.  Það var Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sem veitti viðurkenningunni móttöku en hann er íþróttagreinastjóri Special Olympics í knattspyrnu og hefur verið fulltrúi Íslands á fundum og ráðstefnum erlendis um knattspyrnumál Special Olympics.

Þessi árlegi fundur Evrópusamtakanna var haldinn Í Varsjá að þessu sinni en knattspyrnusambönd Írlands og Hvíta Rússlands fengu einnig viðurkenningu fyrir samstarf við Special Olympics í heimalandinu.

Fyrr á þessu ári var gerður formlegur samstarfssamningur á milli KSÍ og Special Olympics á Íslandi og var Ísland er eitt af fyrstu aðildarlöndum SOI sem staðfesta slíkt samstarf formlega.  KSÍ mun hvetja knattspyrnufélög um land allt til samstarfs á þessu sviði og kynna samstarfið í í tengslum við þjálfaranámskeið barna og unglinga.