• mið. 27. jan. 2016
  • Fræðsla

Súpufundur KSÍ 3. febrúar n.k.

Palmar-Ragnarsson

KSÍ heldur súpufund miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 12:00-13:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Fyrirlesari er körfuknattleiksþjálfarinn Pálmar Ragnarsson.   

Pálmar hefur vakið athygli bæði innan og utan íþróttahreyfingarinnar fyrir þær aðferðir sem hann beitir í körfuboltaþjálfun barna. Þar leitast hann við að byggja upp jákvætt andrúmsloft þar sem hvert einasta barn fær að njóta sín á æfingum og líður eins og það sé mikilvægur partur af hópnum. Í þeim flokkum sem hann hefur þjálfað hefur ávallt orðið mikil fjölgun iðkenda og nú í vetur eru um 65 drengir skráðir að æfa hjá honum í byrjendaflokk KR (minnibolti 6 og 7 ára).   

Pálmar hefur hátt í 10 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga í körfuknattleik hjá KR og Fjölni. Auk þess er hann með Bs. gráðu í sálfræði og hefur einnig starfað mikið með börnum á öðrum sviðum t.d. á barna- og unglingageðdeild, leikjanámskeiðum, sumarbúðum, leikskóla og fleiru.   

KSÍ hvetur þjálfara til að fjölmenna, sérstaklega yfirþjálfarar og þjálfarar í yngstu flokkunum.   Aðgangur er ókeypis og súpa og brauð í boði KSÍ.   

Hægt er að skrá sig hjá dagur@ksi.is