• mið. 30. ágú. 2017
  • Fræðsla

Útskrift af nýrri þjálfaragráðu

Þjálfaranámskeið útskrift UEFA Elite

Sunnudaginn 27. ágúst útskrifuðust 11 þjálfarar með KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráðu. Eins og nafnið gefur til kynna er efni námskeiðsins helgað því hvernig vinna skuli með efnilegum leikmönnum á aldrinum 15-19 ára. Einungis þjálfarar sem hafa KSÍ A/UEFA A þjálfararéttindi geta setið námskeiðið en í nánustu framtíð skulu yfirþjálfarar í leyfiskerfi KSÍ hafa KSÍ Afreksþjálfun Unglinga þjálfararéttindi. 

Að þessu sinni var einum þjálfara frá hverju félagi innan leyfiskerfis KSÍ boðið á námskeiði, alls 24 þjálfurum, ásamt þjálfurum yngri landsliða. Fyrirhugað er að bjóða þjálfurum frá öllum öðrum félögum sem eru með barna- og unglingastarf á sama námskeið snemma árs 2018. 

Eftirtaldir þjálfarar útskrifuðust, en aðrir úr hópnum munu útskrifast á næstu mánuðum.
Aðalbjörn Hannesson
Árni Freyr Guðnason
Bojana Besic
Einar Guðnason
Gunnar Borgþórsson
Helga Helgadóttir
Magnús Örn Helgason
Ragnar Gíslason
Tómas Ingi Tómasson
Úlfar Hinriksson
Þórður Einarsson