• þri. 05. des. 2017
  • Fræðsla

Þorlákur Árnason ráðinn sem umsjónarmaður með Hæfileikamótun KSÍ og N1

Thorlakur-Mar-Arnason-130969

KSÍ hefur ráðið Þorlák Árnason sem umsjónarmann með Hæfileikamótun KSÍ og N1 frá og með áramótum. 

Þorlákur er núverandi þjálfari U17 landsliðs karla (leikmenn fæddir 2001 og síðar), sem tryggt hefur sér sæti í milliriðlum EM næsta vor. Þorlákur mun fylgja því liði út keppnina, samhliða störfum sínum í hæfileikamótuninni. 

Þorlákur er einnig aðalþjálfari U16 karla og aðstoðarþjálfari U18 og U19 karla en mun láta af þeim störfum um áramótin. 

KSÍ er afar ánægt með að hafa fengið Þorlák, sem hefur mikla reynslu af þjálfun yngri leikmanna, til að sjá um það verðuga og mikilvæga verkefni sem Hæfileikamótun KSÍ er og væntir mikils af hans störfum.