• mán. 19. feb. 2018
  • Fræðsla

Styrkir vegna verkefna á sviði háttvísi eða samfélagslegrar ábyrgðar

UEFA
2068034_w4

Eins og kynnt var með frétt á vef KSÍ í lok desember hafnaði Ísland í fyrsta sæti á háttvísilista UEFA, en listinn og stigasöfnunin náði til leikja félagsliða og landsliða á vegum UEFA frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2017.  Þessum árangri fylgir allt að 50 þúsund evra styrkur frá UEFA, sem eyrnamerktur er verkefnum á vegum aðildarfélaga, sem snúa að háttvísi eða samfélagslegri ábyrgð.

Aðildarfélögum KSÍ er hér með boðið að sækja um hlutdeild í styrknum vegna slíkra verkefna á þeirra vegum. Skilyrði er að verkefnið sé á vegum viðkomandi aðildarfélags og snúi að háttvísi eða samfélagslegri ábyrgð.

Lokaskiladagur umsókna er 10. mars.  Með umsóknum þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:

  • Almennt um verkefnið, tilgang þess og markmið.
  • Tengdir aðila og samstarfsaðilar um verkefnið.
  • Kynningaráætlun verkefnisins.
  • Mælikvarði árangurs.
  • Fjármögnun verkefnisins og þá hversu stór hluti fjármögnunar sé fjármagn frá UEFA.
  • Tímarammi verkefnisins og lykiláfangar - upphaf, milliáfangar og lok.

Tekið er fram að heildarupphæð styrksins er 50 þúsund evrur, sem getur skipst á fleiri en eina umsókn.

Umsóknir eða fyrirspurnir sendist á klara@ksi.is.