• fim. 15. mar. 2018
  • Fræðsla

KSÍ B próf - 16. apríl

KSI-MERKI-PNG

Mánudaginn 16. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). 

Ljúka þarf KSÍ B þjálfaraskólanum a.m.k. viku fyrir prófið, þ.e.a.s. í síðasta lagi 9. apríl. Einnig þarf að skila verkefninu sem fyrlgir KSÍ 

Upplýsingar um prófið má finna hér í viðhengi. 

Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum (http://www.ksi.is/domaramal/knattspyrnulogin/). Engin hjálpargögn eru leyfð í prófinu. 

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast gögn af KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III, KSÍ IV A og KSÍ IV B þjálfaranámskeiðunum. 

KSÍ I: https://we.tl/1cQMNsksn5 

KSÍ II: https://we.tl/KtiwT3SKBC 

KSÍ III: https://we.tl/fr67GtPFXO 

KSÍ IV A: https://we.tl/DhClrLlfVv 

KSÍ IV B: https://we.tl/ibL5ZGn8Ba 

Þær bækur sem afhentar eru á KSÍ I-IV og eru þ.a.l. til prófs eru eftirfarandi: 

- Kennslu og æfingaskrá fyrir barna- og unglingaþjálfun í knattspyrnu (KSÍ I) 

- Þjálffræði (KSÍ II) 

- Loftháð og loftfirrt þjálfun knattspyrnumanna (KSÍ III) 

Prófið fer fram í fræðslusetri KSÍ í Laugardal, hefst stundvíslega kl. 16:00 og próftími er tvær klukkustundir. Þátttakendur sem búa á landsbyggðinni og vilja taka prófið í sinni heimabyggð, þurfa að hafa samband tímanlega við fræðslusvið KSÍ (dagur@ksi.is), svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. Prófið byrjar á sama tíma um allt land. 

Próftöku- og skírteinisgjald er 3.000 krónur. 

Opið er fyrir skráningu í prófið en hægt er að skrá sig hér.

Þjálfaraskóli KSÍ

KSÍ B undirbúningur 2018