• mán. 09. apr. 2018
  • Fræðsla

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Vestmannaeyjum 10.-11. apríl

Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður í Vestmannaeyjum 10.-11. apríl næstkomandi með æfingar fyrir 4. flokk karla og kvenna. Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ, sér um æfingarnar. 

Hæfileikamótunin felst í því að félög í kringum landið fá heimsóknir frá þjálfurum á vegum KSÍ. Í þeim er fylgst með efnilegum leikmönnum hvar sem þá er að finna á landinu.