• þri. 12. jún. 2018
  • Fræðsla

KSÍ heimsækir félög víðsvegar um landið í sumar

KSÍ mun í sumar heimsækja félög víðsvegar um landið og hitta þar fyrir hressa og skemmtilega krakka, setja upp knattþrautir, ræða við þjálfara, leikmenn og forráðamenn félaga.

Umsjónarmaður verkefnisins er Kristinn Sverrisson. Kristinn hefur áralanga reynslu af þjálfun barna og er með KSÍ B þjálfaragráðu. Auk þess er Kristinn menntaður kennari.

Hringferðin hefst á Suðurnesjum þar sem Kristinn mun heimsækja Grindavík, Njarðvík, Keflavík og Þrótt Vogum.

Allir krakkar 12 ára og yngri eru velkomnir á svæðið og eru áhugasamir krakkar sem ekki eru að æfa fótbolta sem stendur hvattir til að hafa samband við félagið sitt um tímasetningu.