• fim. 13. sep. 2018
  • Mannvirki

Flytur erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um aðgengismál fatlaðra

Eftir tilnefningu frá KSÍ hefur Alexander Harðarsyni verið boðið á þriðju alþjóðlegu ráðstefnu CAFE (Centre for access to football in Europe) sem haldin verður í Bilbao dagana 16.-17. nóvember nk.  Þar mun hann halda erindi og taka þátt í umræðum um aðstöðu og aðgengi fatlaðra á knattspyrnleikvöngum í Evrópu. 

Alexander var í vettvangsnámi í KSÍ í upphafi árs 2017 og skilaði í kjölfarið af sér skýrslu ásamt Ólafi Þór Davíðssyni um aðgengi fatlaðra stuðningsmanna að leikvöngum á Íslandi (sjá mynd). Alexander og Ólafur gerðu nákvæmar úttektir á því hvernig knattspyrnuvellir í Pepsi-deildum karla og kvenna árið 2017 stóðust samanburð við þau viðmið sem knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur markað sér varðandi aðgengi fatlaðra stuðningsmanna. Það er einmitt á grunni þeirrar skýrslu sem boðið um þátttöku í CAFE-ráðstefnunni kemur.