• mið. 10. apr. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Fanndís Friðriksdóttir níunda í 100 landsleiki

Fanndís Friðriksdóttir varð níundi leikmaðurinn til að ná að spila 100 leik fyrir A landslið kvenna þegar hún var í byrjunarliði liðsins í seinni leiknum gegn Suður Kóreu.

Fanndís fylgdi þar í fótspor liðsfélaga síns, en Hallbera Guðný Gísladóttir náði áfanganum á Algarve Cup í febrúar.

Þess má geta að Rakel Hönnudóttir er komin með 99 leiki og gæti því bæst í hópinn fljótlega.

Leikmenn með yfir 100 leik

Katrín Jónsdóttir - 133 leikir.

Sara Björk Gunnarsdóttir - 123 leikir.

Margrét Lára Viðarsdóttir - 119 leikir.

Dóra María Lárusdóttir - 114 leikir.

Hólmfríður Magnúsdóttir - 112 leikir.

Þóra B. Helgadóttir - 108 leikir.

Hallbera Guðný Gísladóttir - 104 leikir.

Edda Garðarsdóttir - 103 leikir.

Fanndís Friðriksdóttir - 100 leikir.