• þri. 30. apr. 2019
  • Fræðsla

Námskeið haldið á dögunum í samstarfi við hollenska knattspyrnusambandið

Mánudaginn 29. apríl stóð Hollenska knattspyrnusambandið fyrir þjálfaranámskeiði hér á landi, í samstarfi við KSÍ. Námskeiðið var haldið í Fífunni í Kópavogi og var vel sótt, en alls mættu 85 manns.

Fyrirlesarar voru þeir Johan Neeskens og Roger Schouwenaar. Eflaust kannast margir við nafn þess fyrrnefnda en hann lék á sínum tíma 49 landsleiki fyrir Holland og gerði einnig garðinn frægan með Ajax og Barcelona á áttunda áratug síðustu aldar. Við þetta má bæta að hann skoraði mark Hollands í úrslitaleik HM árið 1974, þegar Hollendingar mættu Þjóðverjum.

Námskeiðið bar yfirskriftina Að spila í gegnum pressu andstæðinga frá eigin marki. Til aðstoðar voru 23 leikmenn úr 2. flokki karla hjá KR og kann KSÍ þeim drengjum bestu þakkir fyrir aðstoðina.