• fös. 12. júl. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Ísland upp um fimm sæti á heimslista FIFA

A landslið kvenna fer upp um fimm sæti á nýjum heimslista FIFA sem gefinn hefur verið út. Liðið er í dag í 17. sæti listans, 

Frá síðustu útgáfu listans hefur liðið mætt Suður Kóreu og Finnlandi. Stelpurnar unnu 3-2 sigur gegn Suður Kóreu og gerðu 1-1 jafntefli. Markalaust jafntefli varð í fyrri leik liðsins gegn Finnlandi, en 2-0 sigur vannst í þeim síðari.

Næstu leikir Íslands eru fyrstu leikir liðsins í undankeppni EM 2021 og fara báðir leikirnir fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Ungverjalandi 29. ágúst og Slóvakíu 2. september.