• mið. 17. júl. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

Mótsmiðasala á leiki A kvenna í undankeppni EM 2021 í fullum gangi

Mótsmiðasala á alla heimaleiki A landsliðs kvenna í undankeppni EM 2021 er í fullum gangi. Um er að ræða fjóra leiki á Laugardalsvelli, gegn Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðamótin ágúst/september 2019 og gegn Lettlandi og Svíþjóð í júní 2020.

Nú þegar hafa 262 mótsmiðar verið seldir.

Mótsmiðahafar fá kort með nafninu sínu og upplýsingum um sæti. Kortið verður strikamerkt og gildir sem aðgöngumiði á alla leikina. Ársmiðarnir verða afhentir (eða sendir í pósti) í gjafaöskju með óvæntum glaðningi.

Auk þess að tryggja ársmiðahafa sæti á öllum heimaleikjum Íslands í undankeppni EM 2021 fá korthafar aðgang að opinni æfingu liðsins. Errea veitir ársmiðahöfum 15% afslátt af landsliðsvörum. Þá geta heppnir ársmiðkaupendur átt von á að vinna baksviðspassa Vodafone á heimaleikjum.

Smellið hér til að kaupa miða