• sun. 01. sep. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Ísland mætir Slóvakíu á mánudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Slóvakíu á mánudag í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:45.

Stelpurnar unnu góðan 4-1 sigur gegn Ungverjum í fyrsta leik liðsins í undankeppninni á meðan leikurinn er fyrsti leikur Slóvaka í keppninni.

Miðasalan á leikinn er í fullum gangi á tix.is, en um er að ræða síðasta heimaleik liðsins á árinu.

Miðasalan

Fjölmennum á leikinn og styðjum stelpurnar til sigurs í síðasta leik þeirra á heimavelli á þessu ári!