• þri. 08. okt. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Lettlandi

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið liðsins fyrir leikinn gegn Lettlandi.

Ein breyting er gerð á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Frakklandi. Dagný Brynjarsdóttir kemur inn í liðið fyrir Ingibjörgu Sigurðardóttur.

Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og fer fram á Daugava Stadium í Liepaja. 

Stelpurnar hafa unnið báða leiki sína til þessa í undankeppni EM 2021 á meðan Lettland situr á botni riðilsins án stiga.

Byrjunarliðið

Sandra Sigurðardóttir (M)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Sif Atladóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir (F)

Alexandra Jóhannsdóttir

Dagný Brynjarsdóttir

Fanndís Friðriksdóttir

Hlín Eiríksdóttir

Elín Metta Jensen