• fim. 04. nóv. 2021
  • Fræðsla

Auglýst eftir umsóknum á UEFA Pro námskeið 2022-2023

KSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þátttöku á UEFA Pro námskeiðinu 2022-2023.

UEFA Pro þjálfaragráða er æðsta þjálfaragráða UEFA og er fyrir þjálfara sem starfa á hæsta stigi hvers lands við knattspyrnuþjálfun. UEFA Pro þjálfarar eru aðalþjálfarar leikmanna sem eru atvinnumenn eða hálf-atvinnumenn.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2021 og námskeiðið hefst formlega í febrúar 2022. Samkvæmt reglum UEFA er lágmarks tímafjöldi UEFA Pro námskeiðs 360 stundir (til samanburðar þá er lágmarksfjöldi á UEFA A námskeiði 180 stundir). Námskeiðsgjald er kr. 600.000. Þess utan þurfa þátttakendur að greiða fyrir 4-5 daga námsferð erlendis þar sem skoðaðar verða aðstæður hjá atvinnumannafélagi.

Samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ þá þurfa aðalþjálfarar í efstu deild karla og kvenna að vera með UEFA Pro þjálfararéttindi með gildistíma frá og með leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2024.

Inntökureglur

15 þjálfarar með KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu fá pláss á námskeiðinu. Athugið að a.m.k. eitt ár þarf að vera liðið frá því viðkomandi kláraði A-þjálfaragráðuna.

Einungis aðalþjálfarar og aðstoðarþjálfarar í efstu deild, aðalþjálfarar í næst efstu deild og aðalþjálfarar U17/U19/U21/A-landsliða geta sótt um pláss á námskeiðinu.

Aðalþjálfarar í efstu deild komast sjálfkrafa inn.

Aðalþjálfarar U17/U19/U21/A-landsliða KSÍ komast sjálfkrafa inn.

Ef enn eru sæti laus á námskeiðið þá eru þau fyrir aðstoðarþjálfara í efstu deild og aðalþjálfara í næstu efstu deild. Þar gildir stigalisti þar sem umsækjendur fá stig fyrir þjálfaraferil, menntun og leikmannaferil.

Þegar talað er um efstu deild eða næst efstu deild, þá á það í öllum tilvikum við um bæði karla og kvenna deildir.

Umsóknareyðublað og stigalisti eru hér fyrir neðan. Athugið að allir umsækjendur þurfa að fylla út umsóknareyðublaðið, líka þeir sem fá sjálfkrafa pláss á námskeiðinu.

UEFA Pro Stigalisti

Umsóknareyðublað - UEFA Pro 2022-2023