• fös. 11. feb. 2022
  • Mótamál

Drög að niðurröðun í 4. deild karla

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum 4. deildar karla keppnistímabilið 2022.

Leikið er í fimm riðlum, í þremur eru átta lið og í tveimur eru sex lið. Deildin fer af stað13. maí með leikjum í D og E riðli. Þess má geta að tvö af nýjum félögum í deildakeppninni þetta árið bætast þá innbyrðis, en Spyrnir tekur á móti Mána á Fellavelli.

Riðlaskiptinguna má sjá á vef KSÍ hér að neðan:

4. deild karla

Leikin er tvöföld umferð. Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni átta liða þar sem í úrslit komast;

• Sigurvegarar riðlanna.
• Liðið með bestan árangur í 2. sæti.
• Tvö af liðunum fjórum með 2. til 5. besta árangur í 2. sæti (fara í umspil).
• Besti árangur í 2. sæti er reiknaður sem meðalfjöldi stiga og markahlutfall pr. leik.

Umspil um laust sæti í 8-liða úrslitum – Fyrri leikir
L1) 2. sæti (lið nr.4) - 2. sæti (lið nr. 2) L2) 2. sæti (lið nr.5) - 2. sæti (lið nr. 3)

Umspil um laust sæti í 8-liða úrslitum – Seinni leikir
L1) 2. sæti (lið nr.2) - 2. sæti (lið nr. 4) L2) 2. sæti (lið nr.3) - 2. sæti (lið nr. 5)

8-liða úrslit – Fyrri leikir
L3) Sigurvegari úr L2 - 1. sæti (lið nr. 1) L4) Sigurvegari úr L1 - 1. sæti (lið nr. 2)
L5) 2. sæti (lið nr.1) - 1. sæti (lið nr. 3) L6) 1. sæti (lið nr.5) - 1. sæti (lið nr. 4)


8-liða úrslit – Seinni leikir

L3) 1. sæti (lið nr. 1) – Sigurvegari úr L2 L4) 1. sæti (lið nr. 2) – Sigurvegari úr L1
L5) 1. sæti (lið nr. 3) – 2. sæti (lið nr.1) L6) 1. sæti (lið nr. 4) – 1. sæti (lið nr.5)

Undanúrslit – Fyrri leikir
Sigurv. L6 – Sigurv. L3 Sigurv. L5 – Sigurv. L4

Undanúrslit – Seinni leikir
Sigurv. L3 – Sigurv. L6 Sigurv. L4 – Sigurv. L5

Úrslitaleikur og leikur um 3. sæti
Sigurvegarar í undanúrslitum leika til úrslita og tapliðin í undanúrslitum leika um 3. sætið. Leikið er til þrautar. Mótanefnd KSÍ ákveður leikstaði.


Ný félög í deildakeppninni 2022:

Árbær – Reykjavík
Boltafélag Norðfjarðar - Fjarðabyggð
Máni – Hornafirði, tóku síðast þátt 2015.
Hafnir - Reykjanesbæ, félag með sama nafni tók síðast þátt 1990.
Hamrarnir – Akureyri, tóku síðast þátt 2009, þá í samstarfi við ÍH og Vini.
Spyrnir – Egilsstöðum Múlaþingi, tóku síðast þátt 2008.

Vatnaliljur hafa skipt um nafn með leyfi ÍSÍ og heitir nú Knattspyrnufélag Kópavogs (KFK).

Berserkir og Mídas eru með sameiginlegt keppnislið.

Björninn og Gullfálkinn tilkynna ekki þátttöku.

84 lið eru skráð til leiks í Íslandsmóti meistaraflokks karla 2022, þremur fleiri en 2021.