• fös. 24. jún. 2022
  • Mannvirki

Úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ árið 2022

Þrjátíu og sjö umsóknir bárust í mannvirkjasjóð KSÍ árið 2022 og er heildarkostnaður við áætlaðar framkvæmdir 8,2 milljarðar kr. Til úthlutunar í ár eru 30 milljónir.  Mannvirkjanefnd KSÍ og framkvæmdastjóri KSÍ fóru yfir innsendar umsóknir á fundum nefndarinnar þann 24. og 30. maí sl.  Unnið var heildstætt mat á öllum umsóknum og þær metnar með hliðsjón af gildandi skorkorti. Þannig var unninn listi með einkunnagjöf sem er grunnurinn að tillögu til stjórnar KSÍ.  Stjórn KSÍ fjallaði um málið á fundi sínum þann 13. júní þar sem samþykktar voru úthlutanir úr sjóðnum:

Félag - Nafn umsóknar - Styrkupphæð
Fram - Æfingasvæði og aðalvöllur - 1.350.000kr
Grindavík - Endurbætur á klefum - 334.875kr
Hvöt – varamannaskýli - 519.000kr
ÍBV - Flóðlýsing á Hásteinsvöll - 5.500.000- kr
ÍBV - Gervigras Hásteinsvöllur - 4.125.000kr
ÍR - Aðstaða fyrir áhorfendur og fjölmiðla - 1.253.120kr
KA - Æfingasvæði KA völlur - 3.331.503kr
KA - Endurnýjun gervigras við KA völl - 5.500.000kr
KA – Vökvunarbúnaður - 1.292.951kr
Keflavík - Aðstaða fyrir áhorfendur ofl. - 330.000kr
Keflavík - Flóðlýsing á æfinga og keppnisvelli - 315.000kr
Keflavík og Njarðvík - Jarðvinna og lagnir vegna gervigrass - 367.500kr
KR – Vallarklukka - 500.000kr
Þróttur R - Girðingar æfingasvæði - 1.916.775kr
Þróttur R - LED Aðalvöllur - 500.000kr
Þróttur R - LED Æfingavellir - 500.000kr
Þróttur R - Varamannaskýli Aðalvöllur - 266.346kr
Þróttur R - Varamannaskýli Æfingavellir - 194.974kr
Valur – Girðing - 300.000kr
Valur – Markatafla - 500.000kr
Vestri - Endurnýjun búningsklefa - 202.800kr
Víkingur - Búningsklefi - 747.225kr

----

Minnt er á eftirfarandi ákvæði í reglugerð um mannvirkjasjóð KSÍ varðandi greiðslur úr sjóðnum:

  • Umsækjandi skal leita eftir áliti mannvirkjanefndar KSÍ s.s. vegna endurnýjunar á leikvelli (gras yfir í gervigras eða endurnýjun gervigrass) áður en framkvæmdir hefjast. Í þeim tilvikum sem framkvæmd er unnin án þess að vera til þess fallin að uppfylla ákvæði reglna/leyfiskerfa KSÍ þá fellur styrktarheimild niður.
  • Áður en styrkur er greiddur út skal framkvæmdastjóra KSÍ sent staðfest kostnaðaruppgjör framkvæmdanna af skoðunarmanni/endurskoðanda. Einnig skal fylgja viðeigandi sundurliðun og úttekt byggingarfulltrúa um lok framkvæmda ef framkvæmdin er leyfisskyld.
  • Vilyrði KSÍ fyrir styrk úr Mannvirkjasjóði fellur niður ef framkvæmdir félags hefjast ekki á því almanaksári sem vilyrðið fyrir styrk er veitt.
  • Hafi vilyrði fyrir styrk úr mannvirkjasjóði verið veitt, en félag sér fram á að framkvæmdir muni ekki hefjast á því almanaksári sem vilyrði er veitt, er félagi heimilt að óska eftir frestun á umsókn sinni um styrkveitingu.
  • Ósk um frestun, sem þarf að vera skrifleg og rökstudd, þarf að berast framkvæmdastjóra KSÍ eigi síðar en einum mánuði fyrir lok þess almanaksárs sem fyrirhugaðar framkvæmdir áttu að hefjast.
  • KSÍ birtir árlega lista yfir styrki sem veittir hafa verið úr mannvirkjasjóði KSÍ.
  • Styrkurinn verður greiddur út þegar framkvæmdum er lokið.
  • Vilyrði fyrir styrkveitingu er háð því að framkvæmdum sé lokið fyrir 31. desember 2022 og þarf því að endurnýja umsókn verði framkvæmdum ekki lokið fyrir þann tíma.