• mið. 05. okt. 2022
  • Fræðsla

Hádegisfundur í HR um endurkomu á völlinn eftir meiðsli

Næstkomandi fimmtudag 6. október verður haldinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í stofu M123 og hefst hann kl. 12.

Dr. Chris Curtis heldur fyrirlestur um endurkomu knattspynufólks á völlinn eftir meiðsli með hjálp faglegrar næringarráðgjafar. Hásinaslit eru með langvinnustu meiðslum hjá atvinnuknattspyrnufólki. Með nýjustu þekkingu í endurhæfingu, íþróttafræðum og næringarfræðum hefur verið hægt að stytta tímann sem endurhæfing tekur.

Fyrirlesturinn mun fjalla um næringarráðgjöf sem leikmaður fékk frá því að meiðsli áttu sér stað og þangað til hann gat snúið aftur á völlinn innan sex mánaða. Þrátt fyrir að verkefnið sé unnið með þátttöku knattspyrnufólks í huga þá hefur það alveg örugglega yfirfærslugildi yfir á aðrar íþróttagreinar.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.