• mán. 28. nóv. 2022
  • Leyfiskerfi
  • Skrifstofa

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra

KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling í fullt starf leyfisstjóra á skrifstofu sambandsins. Starfið heyrir undir yfirlögfræðing KSÍ.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með leyfiskerfi KSÍ og starfar sem leyfisstjóri. Í því felst að aðstoða aðildarfélög í leyfisferli og yfirfara gagnaskil þeirra.
  • Standa undir kröfum UEFA til skrifstofu KSÍ vegna leyfiskerfis félaga í Evrópu
  • Stuðla að framþróun leyfiskerfis KSÍ. Í því felst að eiga í samskiptum við, veita ráðgjöf og hafa samráð við aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila.
  • Umsjón mannvirkjamála ásamt mannvirkjanefnd KSÍ.
  • Persónuverndarfulltrúi.
  • Heilindamál.
  • Aðstoð/afleysingar við aga- og úrskurðarmál, reglugerðir og önnur úrskurðarmál.
  • Aðstoð/afleysingar við yfirferð leikmannasamninga og afgreiðslu félagaskipta.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra eða yfirlögfræðing.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem lögfræðimenntun, fjármálamenntun eða önnur menntun.
  • Góð þekking á knattspyrnu og bakgrunnur innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
  • Þekking á leyfiskerfi KSÍ er kostur.
  • Þekking á knattspyrnumannvirkjum er kostur.
  • Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku og ensku.
  • Hæfni til framsetningar og greiningar á flóknum gögnum
  • Góð þekking á forritum Office og hvers kyns tölvuvinnslu
  • Góð samskiptafærni, skipulagshæfni, frumkvæði og nákvæmni í starfi.

Upplýsingar veitir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur hjá KSÍ í síma 510-2900.

Umsóknum ásamt sakarvottorði skal skilað með tölvupósti til haukur@ksi.is eigi síðar en 9. desember nk. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar.