• fös. 24. mar. 2023
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Ísland í 14. sæti á heimslista FIFA

Ísland fer upp um tvö sæti á nýrri útgáfu heimslista FIFA sem hefur verið gefinn út.

Liðið er nú í 14. sæti, en var áður í 16. sæti. Frá síðustu útgáfu listans hefur Ísland spilað þrjá leiki og unnið tvo, gegn Skotlandi og Filippseyjum, og gert eitt jafntefli gegn Wales á Pinatar Cup.

Næsta verkefni liðsins eru tveir vináttuleikir í apríl. Ísland mætir Nýja Sjálandi í Antalya í Tyrklandi 7. apríl og Sviss í Zürich í Sviss 11. apríl.