• mið. 28. jún. 2023
  • Mótamál

Heimaleikir í forkeppni meistaradeildar Evrópu

Forkeppni fyrir undankeppni meistaradeildar Evrópu hefur farið fram á Kópavogsvelli í þessari viku þar sem Breiðablik, Atletic Club Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó berjast um sæti í undankeppni meistaradeildar Evrópu.

Breiðablik unnu sigur á Tre Penne í gær með sjö mörkum gegn einu og mæta því Buducnost Podgorica í úrslitaleik forkeppninnar næsta föstudag klukkan 19:00 á Kópavogsvelli. Buducnost Podgorica tryggði sér sæti í úrslitum með 3-0 sigri á Atletic Club Escaldes.