• fös. 11. ágú. 2023
  • Mótamál

Íslensku liðin í Evrópukeppnum

Mynd: Hulda Margrét

Tvö íslensk lið léku í Evrópukeppnum í gær.

Breiðablik mætti Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu í forkeppni Evrópudeildarinnar, í Bosníu. Heimamenn voru mun sterkari og komust snemma yfir. Heimamenn voru hvergi nærri hættir og skoruðu 5 mörk í fyrri hálfleik, en Breiðablik missti mann útaf snemma vegna rauðs spjalds. Zrinjski Mostar héldu áfram í seinni hálfleik og komust í 6-0. Það var þó nóg eftir af leiknum og skoraði Breiðablik 2 mörk fyrir leikslok. Lokatölur Zrinjski Mostar 6 Breiðablik 2.

KA átti leik gegn Club Brugge í Belgíu í Sambandsdeild Evrópu. Brugge byrjuðu af miklum krafti og komust yfir á 10. mínútu, þeir bættu við tveimur öðrum mörkum á 40. og 41. mínútu og það fjórða úr víti rétt fyrir hálfleik. KA-menn náðu að minnka muninn á 60. mínútu en Brugge bættu við sínu fimmta marki á 77. mínútu og fór sá leikur 5-1 fyrir Brugge.

 

Bæði lið spila sinn seinni leik gegn andstæðingunum fimmtudaginn 17. ágúst. Þá mætir KA Brugge á Laugardalsvelli og Breiðablik Zrinjski Mostar á Kópavogsvelli.