• mán. 21. ágú. 2023
  • Mótamál

Grunnskólamót í knattspyrnu á vegum KRR

Grunnskólamót í knattspyrnu fer fram vikuna 18-22. september fyrir nemendur í 7. bekk og vikuna 25. - 29. september fyrir nemendur í 10. bekk. Mótið fer fram í Egilshöll.

Frestur til að tilkynna þátttöku í ofangreindu móti er til og með 28. ágúst. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Tilkynna ber þátttöku á gulli@ksi.is Eingöngu er tekið við þátttökutilkynningu frá forráðamönnum skóla (íþróttakennurum/kennurum).

Fyrirkomulag - Hraðmót
Keppt er í 7 manna liðum skv. reglugerðum KSÍ og KRR um knattspyrnumót. Mótið er fyrir stráka og stelpur í 7. og 10. bekk. Hver skóli getur sent eitt lið af hvoru kyni til keppni í hvorn aldursflokk. Allir leikir fara fram í Egilshöll. Leiktími er 1 x 20 mín.

 

Skráningarblað á Grunnskólamót í knattspyrnu.