• sun. 03. des. 2023
  • Fræðsla

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn.

Eftirfarandi tilkynning kemur frá ÍSÍ og UMFÍ:

Klukkan 15:00 verður stutt málþing þar sem þau þrjú sem voru tilnefnd til Íþróttaeldhuga ársins 2022, Haraldur Ingólfsson (KA/Þór), Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (ÍSS, Björninn, SR) og Friðrik Þór Óskarsson (FRÍ, ÍR) munu segja sína sögu úr sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Að dagskrá lokinni eða um kl.16 er öllum viðstöddum boðið í vöfflukaffi í boði Vilko og Mjólkursamsölunnar.

Með þessu vilja ÍSÍ og UMFÍ vekja athygli á ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða til íþróttastarfsins, en án þeirra gengi starfið einfaldlega ekki upp. Takk sjálfboðaliðar!

Á sama tíma og við bjóðum sjálfboðaliðum í Íþróttamiðstöðina í Laugardal þá gerum við okkur grein fyrir að sjálfboðaliðar eru dreifðir um landið. Því hvetjum við ykkur til að muna eftir deginum og að þakka ykkar góða fólki fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Búið er að útbúa viðburð á Facebook fyrir þá sem hugsa sér að koma í Laugardalinn.

Að lokum viljum við minna á kosningu á Íþróttaeldhuganum 2023, hjálpumst að við að beina kastljósinu að okkar frábæru sjálfboðaliðum!