• fim. 07. des. 2023
  • Landslið

Dregið um mótherja Íslands í umspili Þjóðadeildarinnar

Á mánudag fer fram dráttur í Þjóðadeild kvenna. Þá kemur í ljós hvaða þjóð Ísland mætir í umspilsleikjum um sæti í A-deild keppninnar.

Ísland, Belgía, Noregur og Svíþjóð lentu öll í þriðja sæti í sínum riðli í A deild og geta þau mætt Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Ungverjalandi eða Serbíu sem lentu öll í öðru sæti í sínum riðli í B-deild.

Spilaðir verða tveir leikir, heima og að heiman og er það samanlagður árangur í leikjunum tveimur sem gildir. Ekki er ljóst hvar Ísland mun spila heimaleik sinn en stjórn KSÍ hefur sótt um leyfi hjá UEFA um að spila hann á erlendri grundu.

Fyrri leikurinn í umspilinu verður útileikur og sá síðari heimaleikur. Leikirnir verða spilaðir á tímabilinu 21. - 28. febrúar 2024.