• mið. 10. jan. 2024
  • Fræðsla

Netnámskeið hjá HUDL hefst á fimmtudag

Greiningarfyrirtækið HUDL, sem er í fararbroddi á sviði lausna fyrir greiningar og frammistöðumat í afreksíþróttum, mun halda netnámskeið næstu fimm fimmtudaga. 

Fyrsta námskeiðið hefst á morgun, fimmtudag, klukkan 14:00 og er það opið öllum sem hafa áhuga á greiningarvinnu í knattspyrnu. Námskeiðið kostar ekkert. Námskeiðið er miðað að þeim sem hafa minna en tveggja ára reynslu í greiningarvinnu.

Námskeiðið mun fara fram klukkan 14:00 næstu fimm fimmtudaga. Aðeins er hægt að nota Mac tölvur til að keyra HUDL og fá þeir sem sitja námskeiðið leyfi á meðan á því stendur. Þeir sem eru með PC tölvu geta einnig setið námskeiðið.

Þátttakendur munu fá Hudl Sportscode Level 2 Certification.

Hér má sjá dagskrá námskeiðsins:

Webinar 1 (Thurs 11th Jan 2024) - Introduction to performance analysis (and live capture)
Webinar 2 (Thurs 18th Jan) - Analysis techniques in Hudl Sportscode
Webinar 3 (Thurs 25th Jan) - Presenting analysis and delivering feedback
Webinar 4 (Thurs 1st Feb) - Analysis reports and scripting
Webinar 5 (Thurs 8th Feb) - The Complete Analyst Workflow

Skráning fer fram hér