• fim. 07. mar. 2024
  • Fræðsla

Ráðstefnan "Konur og íþróttir, forysta og framtíð"

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð.

Á ráðstefnunni eru konur í fyrsta sæti. Konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun. Rætt verður um helstu áskoranir sem konur í íþróttum standa frammi fyrir og þau tækifæri sem þeim bjóðast. Rætt verður um mikilvægi þess að konur séu áberandi í forystu í íþróttahreyfingunni. Á það við um þátttöku í stjórnum íþróttafélaga, í ráðum og nefndum, dómgæslu eða þjálfun á afreksstigi.

Ráðstefnan fer fram á Fosshóteli, Þórunnartúni 1 á milli klukkan 09:00 – 12:30. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá á viðburðinn og er skráningin opin til 6. mars. Fyrir þau sem ekki komast, verður streymt frá ráðstefnunni.

Á meðal mælenda á ráðstefnunni eru Klara Bjartmarz fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, Bríet Bragadóttir FIFA-dómari, Hulda Mýrdal frá Heimavellinum og Lára Hafliðadóttir frá Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna.

Nánar á vef ÍSÍ