• lau. 04. jan. 2003
  • Fræðsla

Skjávarpi til útláns

KSÍ hefur eignast nýjan skjávarpa sem aðildarfélögin og þjálfarar geta fengið lánaðan án endurgjalds. Skjávarpinn er tilvalinn til allrar fræðslu, t.d. til foreldra og leikmanna, fyrir liðsfundi o.s.frv. Aðeins þarf að tengja skjávarpann við fartölvu. KSÍ býður einnig þjálfurum að fá lánaðar bækur, myndbönd og fræðsluefni, ásamt nákvæmum hraðamælingatækjum og uppstökksmottu til að mæla stökkkraft. Þá er einnig hægt að fá lánaða færanlega skallatennisvelli (á sumrin). Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu KSÍ í síma 510-2900.