• þri. 22. júl. 2003
  • Fræðsla

Ný skýrsla á fræðsluvef KSÍ

Eysteinn Lárusson og Ingvi Sveinsson, knattspyrnuþjálfarar hjá Þrótti R. og leikmenn meistaraflokks félagsins, hafa nýlega gert lokaritgerð til B. Ed. gráðu um þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu. Í ritgerðinni kemur fram margt áhugavert og hafa þeir gefið leyfi til að birta hluta af ritgerðinni sinni hér á vef KSÍ. Skýrslu þeirra hefur verið komið fyrir á Fræðsluvef KSÍ, en einnig má skoða hana með því að smella hér. Í skýrslunni koma t.d. fram áhugaverðar niðurstöður um menntun þjálfara í 4. og 5. flokki karla á höfuðborgarsvæðinu, tölfræði um starfsreynslu knattspyrnuþjálfara, verð á æfingagjöldum og fleira.