• fös. 09. sep. 2005
  • Lög og reglugerðir
  • Agamál

ÍR dæmdur sigur gegn Leiftri/Dalvík í 2. deild

ÍR
irgif

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli ÍR gegn Leiftri/Dalvík vegna leiks í 2. deild karla þar sem ÍR taldi að Leiftur/Dalvík hefði notað þjálfara í leikbanni. 

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, en Dómstóllinn hefur úrskurðað ÍR 3-0 sigur.  Þar með er ÍR með 20 stig, en Leiftur/Dalvík með 10 stig.

Lokaumferð 2. deildar karla fer fram á morgun, laugardaginn 10. september.

Heimilt er að skjóta úrskurðinum til Áfrýjunardómstóls KSÍ, og er áfrýjunarfrestur 5 dagar frá því úrskurður Dómstóls KSÍ var upp kveðinn og skulu almennir frídagar ekki taldir með.

Úrskurðurinn