• fös. 30. sep. 2005
  • Fræðsla

Laus þjálfarastörf hjá Fram

Fram
fram180

Knattspyrnudeild Fram leitar eftir þjálfurum sem vilja slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni. 

Æskilegt er að þjálfarar hafi metnað og reynslu við þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ, en knattspyrnudeild Fram rekur metnaðarfullt starf í knattspyrnu fyrir börn og unglinga.

Fram er nú m.a. að hefja starfssemi í Grafarholtinu og er m.a. óskað eftir þjálfurum til  starfa þar.  Einnig er möguleiki á starfi við knattspyrnuskóla Fram næsta sumar.

Unnið er eftir íþróttanámskrá Knattspyrnufélagsins Fram. 

Yfirþjálfari Knattspyrnudeildar Fram er Sigurður Þórir Þorsteinsson.

Frekari upplýsingar gefur Guðbjartur Ellert Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, s. 863 4121,  bjartur@lis.is.