• mið. 22. feb. 2006
  • Fræðsla

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 17-19. mars í Reykjavík

Þjálfari að störfum
lidsheild4

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið helgina 17-19.mars í Reykjavík.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem hafa náð 70 stigum eða meira á UEFA B prófinu sínu. 

KSÍ V námskeiðið er upphafið á UEFA A þjálfaragráðunni og undanfari fyrir KSÍ VI þjálfaranámskeiðið sem fer fram á Englandi í október á þessu ári.

Skráning er hafin á námskeiðið.  Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að skrá sig sem fyrst.  Þátttökugjald er 16.000 krónur.

Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, nafn félags, GSM síma og netfang á tölvupóstinn siggi@ksi.is til að skrá ykkur.

E-stigs þjálfarar fara ekki á þetta námskeið heldur á sérnámskeið sem verður boðið upp á fyrir E-stigs þjálfara.

Nánari upplýsingar um þjálfaranámskeið KSÍ veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is) í síma 510-2909.