• lau. 04. mar. 2006
  • Fræðsla

Fyrstu UEFA A þjálfararnir útskrifaðir

Að útskrift lokinni
utskrift-uefa1-JOI_8819net

Síðastliðið föstudagskvöld útskrifuðust 22 þjálfarar með UEFA A þjálfaragráðu í menntunar kerfi KSÍ. 

UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.

Þeir 22 þjálfarar sem útskrifuðust eru þeir fyrstu sem lokið hafa þessu námi hjá KSÍ og var efnt til útskriftarveislu í Víkinni, félagsheimili Víkings, af því tilefni.

Heimir Hallgrímsson dúxaði á UEFA A

Heimir Hallgrímsson úr Vestmannaeyjum fékk sérstök verðlaun fyrir bestan námsárangur á UEFA A prófi. 

Á myndinni hér til hliðar stendur Heimir á milli Geirs Þorsteinssonar framkvæmdastjóra KSÍ og Ingibjargar Hinriksdóttur formanns fræðslunefndar KSÍ.

Athyglisvert er að fjórir UEFA A þjálfarar starfa hjá Grindavík - þeir Sigurður Jónsson, Magni F. Magnússon, Milan Stefán Jankovic og Jón Ólafur Daníelsson.

Þjálfarar með UEFA A gráðu hafa leyfi til að þjálfa alla flokka og í öllum deildum á Íslandi.  Jafnframt er þjálfaragráðan viðurkennd í 48 af 52 löndum sem eiga aðild að UEFA. 

Hæsta þjálfaragráða UEFA er svo UEFA Pro þjálfaragráða, en KSÍ stefnir á að bjóða upp á UEFA Pro þjálfaragráðu í samvinnu við enska knattspyrnusambandið innan fárra ára.

Að útskrift lokinni

Eftirfarandi þjálfarar útskrifuðust með UEFA A þjálfaragráðu:

  • Bryngeir Torfason
  • Elísabet Gunnarsdóttir
  • Elvar Grétarsson
  • Guðlaugur Baldursson
  • Gunnar Oddsson
  • Hajrudin Cardaklija
  • Halldóra Sigurðardóttir
  • Heiðar Birnir Torleifs
  • Heimir Hallgrímsson (dúx)
  • Helgi Ásgeirsson
  • Hjalti Kristjánsson
  • Jón Ólafur Daníelsson
  • Jónas Sigursteinsson
  • Magni F. Magnússon
  • Magnús Gylfason
  • Milan Stefán Jankovic
  • Nihad Hasecic
  • Sigurður Jónsson
  • Sigurður Pétur Ólafsson
  • Slobodan Milisic
  • Stefán Arnalds
  • Þorvaldur Örlygsson