• mið. 19. apr. 2006
  • Fræðsla

Unglingadómaranámskeið hefst 28. apríl

Bendingar aðstoðardómara
domgr6_signals1

Annað unglingadómaranámskeið ársins hefst 28. apríl næstkomandi og er að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti þrjá föstudaga í röð (fyrst 28. apríl), en námskeiðinu lýkur síðan með prófi laugardaginn 20. maí.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 27. apríl.

Námskeiðið er fyrir alla sem verða 16 ára á almanaksárinu (fædd 1990) og eldri.

Fyrirkomulag

Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá verkefni send í tölvupósti í þrennu lagi, 28/04, 05/05 og 12/05.  Námskeiðinu lýkur síðan með prófi 20/05.

Próf

Prófið sjálft verður ekki þreytt í gegnum netið, heldur fer próf fram í Reykjavík og víðar ef þörf krefur.  

Þátttakendur

Námskeiðið er fyrir alla sem verða 16 ára á almanaksárinu (fædd 1990) og eldri.

Skráning

Hægt er að skrá sig með tölvupósti eða í síma 510-2900 í síðasta lagi 27/04.  Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: 

Nafn, heimilisfang, kennitala, sími, GSM, netfang, félag.

Þátttökugjald

kr. 3.000

Greiðsla

Greiða skal námskeiðsgjaldið inn á reikning 0101-26-700400 í Landsbankanum fyrir 27/04 og senda staðfestingu til KSÍ (Kennitala KSÍ er 700169-3679).

Vinsamlegast vandið skráningar!

Félög eru vinsamlegast beðin um að vanda skráningar því mikið hefur verið um að á námskeiðið hafi verið skráðir nemendur sem ætla sér aldrei að ljúka námskeiðinu.  Þetta hefur haft í för með sér mikla óþarfa vinnu fyrir skrifstofu KSÍ.

Þrjú námskeið á ári hverju

Þrjú unglingadómaranámskeið eru haldin á ári hverju, eitt í byrjun árs, annað að vori til og það þriðja að hausti.