• þri. 20. jún. 2006
  • Fræðsla

140 æfingum bætt við í æfingasafnið á fræðsluvef KSÍ

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Búið er að uppfæra æfingasafnið á fræðsluvef KSÍ og bætt hefur verið við 140 nýjum æfingum.  Það voru þjálfarar á síðasta KSÍ V þjálfaranámskeiðinu sem sendu inn þessar 140 æfingar sem hluti af námskeiðinu.  Með þessari viðbót eru æfingarnar orðnar alls 450 talsins.  Alls hafa 108 þjálfarar sent inn þessar æfingar.  Æfingasafnið er ómetanlegt fyrir þjálfara í knattspyrnu því þar er hægt að fá hugmyndir að nýjum æfingum og kynnast hugmyndum annarra þjálfara.

Til að geta fengið aðgang að æfingasafninu er nauðsynlegt að eiga Homeground þjálfaraforritið, en KSÍ hefur selt 207 eintök af forritinu til einstakra þjálfara, félaga, íþróttabrauta, kennara og skóla.

Homeground þjálfaraforritið er á ensku og er til sölu á skrifstofu KSÍ á 6.000 krónur.

Æfingasafnið má sjá á fræðsluvef KSÍ.