• mið. 17. jan. 2007
  • Fræðsla

Af hverju eiga Íslendingar svo marga atvinnumenn?

Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu
Island-Kroatia2005-0085

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ hélt fyrirlestur í boði Knattspyrnusambands Svíþjóðar og Knattspyrnusambands Örebro á stórri þjálfararáðstefnu sem var haldin í Örebro helgina 12-14. janúar síðastliðinn.  Sigurður Ragnar var beðinn sérstaklega um að halda fyrirlestur um hvernig Ísland fer að því að búa til svona marga atvinnumenn í knattspyrnu. 

Ráðstefnuna sóttu um 150 þjálfarar og var Sigurður einn af aðalfyrirlesurunum.  Þórður Þórðarson yfirþjálfari yngri flokka ÍA sótti þessa ráðstefnu einnig.  Fyrirlestur Sigurðar Ragnars bar heitið “How can Iceland produce so many professional players?”  og má sjá með því að smella hér að neðan.

Fyrirlesturinn