• þri. 10. apr. 2007
  • Lög og reglugerðir
  • Agamál

Ólöglegur leikmaður með Fram gegn KR

Fram
fram180

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Igor Pesic lék ólöglegur með liði Fram gegn KR í Lengjubikar karla mánudaginn 2. apríl síðastliðinn.

Leikmaðurinn hefur hlotið þrjár áminningar og átti því að taka út leikbann í ofangreindum leik.

Í reglugerðum KSÍ um deildarbikarkeppni karla og kvenna, grein 8.2 segir:

Ef leikmaður hefur verið áminntur þrisvar sinnum í keppninni (3 gul spjöld), skal hann fara sjálfkrafa í bann í næsta leik. Ef leikmaður hefur verið áminntur tvisvar sinnum til viðbótar (5 gul spjöld), skal hann fara sjálfkrafa í bann í næstu tveimur leikjum. Ef leikmaður hefur verið áminntur af dómara einu sinni enn í keppninni (6 gul spjöld), skal hann fara sjálfkrafa í bann þar til aganefnd hefur fjallað um mál hans. Sjálfkrafa leikbönn verða ekki tilkynnt með skeyti eða faxi.

Úrslitum leiksins hefur því verið breytt og þau skráð 0-3.  Þá verður félagið sektað samkvæmt grein 4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.