• mið. 16. maí 2007
  • Fræðsla

Fótboltaæfingar fyrir fatlaða

Merki KSÍ og Íþróttafélags Fatlaðra
KSI_og_Fatladir

Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra hafa átt gott samstarf undanfarin ár í tengslum við Íslandsleika Special Olympics í knattspyrnu. Áhugi er á að efla samstarfið enn frekar og hvetja fleiri fatlaða til að taka þátt í knattspyrnu.

Ákveðið hefur verið að hafa opna tíma fyrir fatlaða á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ. (við Laugarnesskóla)

Þetta verkefni verður þrjá laugardaga og verður aðstoðarfólk á staðnum.

Laugardagur 19. maí kl. 10.00 - 12.00
Laugardagur 26. maí kl. 10.00 - 12.00
Laugardagur 2. júní kl. 10.00 - 12.00

Allir eru velkomnir á æfingarnar, hvar sem þeir búa og hvort sem þeir eru innan aðildarfélaga ÍF eða ekki.

Ef verkefnið tekst vel verður skoðað hvort skipuleggja megi slíkar æfingar á fleiri stöðum á landinu.