• þri. 22. apr. 2008
  • Fræðsla

Útbreiðslustarf KSÍ í fullum gangi

Íslandskort
island_kort

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, sinnir útbreiðslustarfi KSÍ og hefur gert það víðreist upp á síðkastið.  Luka heimsótti Egilsstaði og Reyðarfjörð í síðustu viku og heldur áfram að heimsækja félög í þessari viku sem og þeirri næstu.

Luka heldur ýmist fyrirlestra fyrir þjálfara og/eða iðkendur í ferðum sínum og stjórnar jafnvel æfingum líka.  Viðtökurnar sem Luka fær eru mjög góðar og yfirleitt er mætingin virkilega góð.  Þannig voru um 50 manns á Egilsstöðum og kom í ljós að sparkvellir KSÍ á Austurlandi eru gríðarlega mikið notaðir af yngri iðkendum.  Luka var einnig hjá HK og FH í síðustu viku.

Í gær heimsótti Luka svo Fylkismenn í Árbæinn og sóttu um 80 manns fyrirlesturinn.  Í næstu viku heldur Luka á Norðurland.  Á mánudaginn verður hann á Hvammstanga og Dalvík á þriðjudaginn.