• þri. 19. ágú. 2008
  • Fræðsla

Hæfileikamótun ungra dómara 2008

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Síðustu tvær helgar hafa ungir og efnilegir dómarar tekið þátt í hæfileikamótun dómara á Laugarvatni.  Þetta verkefni var haldið í tengslum við úrtökumót KSÍ hjá stúlkum og drengjum.

Sex ungir dómarar tóku þátt í verkefninu að þessu sinni, þrír dómarar hvora helgi.  Dómararnir dæmdu leiki í úrtökumótinu og voru reyndir dómarar til staðar að gefa þeim góð ráð fyrir og eftir leiki.  Haldnir voru fyrirlestrar og myndbönd varðandi dómgæslu skoðuð.

Dómararnir er tóku þátt að þessu sinni voru:

  • Egill Þórarinsson
  • Ingi Fannar Arnarsson
  • Marína Ósk Þórólfsdóttir
  • Sindri Kristinsson
  • Viatcheslav Titov
  • Viktor Levke

Leiðbeinendur voru m.a. Birkir Sveinsson, Eysteinn Guðmundsson, Gunnar Gylfason, Gunnar Jarl Jónsson, Gylfi Þór Orrason, Magnús Jónsson og Þorvaldur Árnason.