• fim. 19. sep. 2013
  • Fræðsla

Peace One Day í 15. sinn

Friður í einn dag - Peace one day
one-eday-one-goal-2010

Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 15. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag, þennan mánaðardag ár hvert.

Knattspyrnuhreyfingin um allan heim tekur þátt í þessu verkefni og tileinkar alla knattspyrnuleiki sem fram fara þennan dag baráttunni fyrir friði í heiminum, í öllum aðildarlöndum Sameinuðu þjóðanna.

KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á Íslandi leggja sitt af mörkum.  Á þessum degi fara fram lokaumferðirnar í 1. og 2. deild meistaraflokks karla og eru allir leikirnir tileinkaðir baráttunni fyrir heimsfriði.

Hver einasti einstaklingur getur tekið þátt, því margt smátt gerir eitt stórt.  Hjálpumst að við að breiða út boðskapinn. 

Nánar:  http://www.peaceoneday.org/