• fös. 27. sep. 2013
  • Fræðsla

Fetaðu veginn að heilbrigðu hjarta

WHD_KEY001(no-slogan)-(2)
WHD_KEY001(no-slogan)-(2)

Alþjóðlegi hjartadagurinn er um næstu helgi, en þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2000, og er slagorð hans „Fetaðu veginn að heilbrigðu harta“.  Markmiðið var og er enn að upplýsa fólk um þá staðreynd að hjartasjúkdómar og heilablóðföll eru helsta dánarorsök alls mannkyns og draga til dauða allt að 17,3 milljónir manns ár hvert í heiminum.

KSÍ tekur þátt í þessu árveknisátaki með félögunum sem leika í Pepsi-deild karla og verður vakin athygli á alþjóðlega hjartadeginum í lokaumferð Pepsi-deildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. september.

Á árinu 2009 létust 627 Íslendingar úr hjarta- og æðasjúkdómum, þar af 289 konur. Á ári hverju fæðist ein milljón barna með hjartagalla og á Íslandi fæðast allt að 60 börn á ári.

Þó að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hafi lækkað verulega á síðustu árum er það enn svo að þeir sem fá hjarta- og æðasjúkdóma er oftar en ekki fólk sem enn er í fullu fjöri.

Góður fréttirnar eru að með heilbrigðu líferni má hafa jákvæð áhrif á helstu áhættuþætti þessara sjúkdóma og þannig koma í veg fyrir þá.

Topp 10 listinn fyrir heilbrigt hjarta

Þitt framlag...

  • 1. Reyktu ekki
  • 2. Hreyfðu þig daglega
  • 3. Borðaðu hollan mat
  • 4. Haltu kjörþyngd
  • 5. Forðastu óhóflega streitu
  • Láttu kanna... 
  • 6. blóðþrýsting þinn
  • 7. blóðsykur þinn
  • 8. kólesteról þitt
  • 9. Ekki gleyma að ráðfæra þig við lækni
  • Síðast en ekki síst... 
  • 10. Njóttu lífsins en farðu vel með hjartað, þú átt bara eitt!

Vissirðu að:

  • Hár blóðþrýstingur er kallaður „þögli morðinginn“ því hann hefur yfirleitt engin einkenni og margir gera sér enga grein fyrir að þeir eru með hækkaðan blóðþrýsting.
  • Þeir sem hætta eru búnir að lækka líkur á kransæðasjúkdómi umtalsvert eftir 2 ár og eftir 15 ára reykleysi er áhættan alveg sú sama og hjá þeim sem aldrei hefur reykt.
  • Hár blóðsykur getur verið vísbending um sykursýki. Ómeðhöndluð sykursýki eykur mjög líkur á hjarta- og æðasjúkdómi.
  • 30 mínútur af miðlungshreyfingu fimm daga vikunnar lækkar líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómi.
  • Mikil neysla á mettaðri fitu, transfitum og salti eykur líkurnar á hjartaáfalli eða heilablóðfalli.

Vefur hjartaheilla - http://www.hjartaheill.is/

Vefur World Heart Day - http://www.world-heart-federation.org/

Vefur Hjartaverndar - http://www.hjarta.is/

Vefur Heilaheilla - http://www.heilaheill.is/

Vefur Neistans - http://www.neistinn.is/