• fös. 28. mar. 2014
  • Fræðsla

Ungir Skagamenn í starfskynningu hjá KSÍ

Starfskynning
Gaurarnir-2014

Átta ungir Skagamenn voru í starfskynningu hjá KSÍ í vikunni og er starfskynningin hluti af skólagöngu 10. bekkinga.  Piltunum voru falin ýmis verkefni og eitt af þeim var að skrifa frétt á ksi.is.  Björn Ingi og Gylfi Brynjar tóku það verk að sér.

Um heimsóknina skrifuðu piltarnir:

„Við erum 16 ára drengir og komum frá Akranesi. Við heitum Björn Ingi Bjarnarson og Gylfi Brynjar Stefánsson. Við höfum spilað fótbolta frá því að við vorum sex ára gamlir. Við erum hér í starfskynningu hjá KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands)  því okkur fannst merkilegt að heyra hvernig KSÍ starfar og okkur langaði til að fá að vita meira. við vonumst til að fá að vita hvað flestir starfsmenn KSÍ eru að starfa við og að sjá hvaða reglur gilda yfir félög hér á landi. Við fórum hingað til að auka menntun okkar og fá einhverja aukna starfsreynslu.“