• mið. 19. ágú. 2015
  • Fræðsla

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna

jonas-eidevall

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samstarfi við KSÍ kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í Fífunni í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna.  Dagskrá ráðstefnunnar er öll á föstudeginum 28. ágúst, en úrslitaleikur Borgunarbikarsins er síðan daginn eftir, laugardaginn 29. ágúst.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar eru Jonas Eidevall, fyrrum þjálfari Rosengård í Svíþjóð. Jonas er sænskur UEFA PRO þjálfari sem gerði Rosengård að sænskum meisturum árið 2013 og var valinn þjálfari ársins í Svíþjóð sama ár. Jonas mun fjalla um hvernig á búa til topplið í Evrópu, en hann hann hefur reynslu af því eftir veru sína hjá Rosengård, bæði í Evrópukeppni og deildarkeppni.

Nánar um Jonas Eidevall

Athygli þjálfara er vakin á því að ráðstefnan veitir 4 endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum.

Dagskrá - föstudagur 28. ágúst

19.00     Ávarp formanns KÞÍ og kvöldmatur.

19.30     Hvernig á að byggja upp topplið í Evrópu
              Jonas Eidevall – sýnikennsla.

20.45     Hvernig á að byggja upp topplið í Evrópu

              Jonas Eidevall – fyrirlestur.

21.45     Spáð í spilin fyrir bikarúrslitaleik kvenna

              Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna

22.00     Veitingar og spjall.

Verð á ráðstefnuna er 3.000 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ. 

Verð fyrir þá sem eru ekki félagsmenn er 6.000 krónur. 

Innifalið í verðinu er kvöldmatur, miði á bikarúrslitaleikinn, fræðsla og endurmenntunarstig.

Ráðstefnan er opin öllum.  Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnarbill@ksi.is með upplýsingum um nafn og kennitölu.