• fim. 05. jan. 2017
  • Fræðsla

Knattþrautir KSÍ aðgengilegar á rafrænu formi

Knattthrautir

Nú hefur bæklingurinn með Knattþrautum KSÍ verið færður í nýjan og endurbættan búninga og er hann aðgengilegur öllum á heimasíðunni, bæði í pdf útgáfu og í ISSUU lesara.

Hér að neðan má finna bækling sem inniheldur sex knattþrautir en þrautirnar eru hentugar krökkum í 5. og 6. flokki. Þrautirnar sex sem um ræðir taka á þeim þáttum knattspyrnunnar sem krakkarnir eru að læra hjá sínum félögum. Það er þó helst skallaþrautirnar sem hentugri eru 5. flokki en 6. flokki. En auðvitað geta í raun allir flokkar nýtt sér þrautirnar með því að aðlaga tíma, fjarlægðum og stigafjölda sem eru gefnar upp með knattþrautunum. 

Aðalmarkmiðið með knattþrautunum er að fá börn til að vera dugleg að æfa knatttækni sína og fá þjálfara til að leggja áherslu á tækniþjálfun í þjálfun hjá sér.

Smelltu hérna til að skoða bæklinginn á PDF-formi.

Smelltu hérna til að skoða bæklinginn á ISSUU-lesaranum.