• fim. 12. okt. 2017
  • Fræðsla

Markmannsskóli KSÍ 2017 - Frestur framlengdur til mánudagsins 16. október

KSI-MERKI-PNG

Frestur til að tilnefna leikmenn í Markmannsskóla KSÍ á Akranesi 2017 hefur verið framlengdur til mánudagsins næstkomandi, 16. október. 

Líkt og undanfarin ár mun Knattspyrnusamband Íslands starfrækja Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki (árg. 2004 og 2005). 

Félög sem starfrækja 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur hvert. Markmannsskóli stúlkna verður 27.-29. október og Markmannsskóli drengja verður dagana 3.-5. nóvember. 

Verð fyrir hvern þátttakanda er kr. 11.500,- sem skal greiðast fyrir brottför (reikn. 0101-26-700400 kt. 700169-3679 og kvittun á dagur@ksi.is). Innifalið er gisting með fullu fæði, ásamt ferðum Reykjavík-Akranes-Reykjavík. 

Ef félagið ætlar að greiða fyrir sína markmenn, þá þarf framkvæmdastjóri félagsins að staðfesta það með tölvupósti á dagur@ksi.is og upphæðin verður skuldfærð af reikningi félagsins við KSÍ.

Drengir - eyðublað

Stúlkur - eyðublað